Guardiola: Napoli er eitt besta lið sem ég hef mætt á ferlinum

,,Þetta var hreint magnaður leikur,“ sagði Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester Cityr eftir 2- 1 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í kvöld.

City komst snemma leik í 2-0 en Napoli skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að hafa klikkað á spyrnu skömmu áður.

,,Þetta var magnað, bæði ið vildu spila og pressa. Napoli er eitt besta lið sem ég hef mætt á ferlinum.“

,,Ef þú ert að pressa á þá án boltans þá áttu ekki neinn séns gegn þeim.“

,,Við förum í næsta leik til að vinna hann, við erum nálægt því að komast áfram. VIð þurfum einn sigur til að komast áfram.“


desktop