Gylfi Þór sá um Úkraínu á Laugardalsvelli

Ísland 2-0 Úkraína
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson(46′)
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson(66′)

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í undankeppni HM í kvöld en leikið var við Úkraínu.

Ísland þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Finnum um helgina og þurftu á þremur stigum að halda í kvöld.

Það var nákvæmlega það sem gerðist en Gylfi Þór Sigurðsson sá um að klára gestina í gulu.

Gylfi kom Íslandi yfir snemma í síðari hálfleik og bætti svo við öðru á 66. mínútu eftir fallega sókn.

Ísland er nú í öðru sæti I riðils með jafn mörg stig og Króatía en Króatar töpuðu 1-0 fyrir Tyrkjum í kvöld.


desktop