Hannes besti markvörðurinn – Í liði með Ronaldo og Hazard

Hannes Þór Halldórsson var besti markvörðurinn í undankeppni HM í Evrópu.

Þetta er mat Goalpoint í Portúgal sem valdi draumaliðið í undankeppni HM.

Hannes stóð sig frábærlega í marki Íslands sem tryggði sér í fyrsta sinn þáttökurétt á HM á mánudag.

Þarna má finna marga magnaða leikmenn og nægir að nefna Cristiano Ronaldo og Eden Hazard.

Hannes fær líka trausta menn í hjarta varnarinnar hjá sér en þar eru Mats Hummels og Laurent Koscielny.

Hannes myndi þó líklega frekar vilja hafa Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson fyrir framan sig.

Liðiðð má sjá hér að neðan.


desktop