Harry Kane: Hélt að ég hefði gert allt rétt

,,Við erum virkilega sáttir,“ sagði Harry Kane framherji Tottenham eftir 1-1 jafntefli gegn Real Madrid í kvöld.

Bæði lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki á meðan Borussia Dortmund og APOEL eru með eitt stig.

,,Þeir fá alltaf færi en við spiluðum vel og gerðum þetta erfitt fyrir þá, stig er alltaf gott á Bernabeu. Þetta sannar hversu langt við erum komnir.“

Kane fór illa með dauðafæri í síðari hálfleik. ,,Ég hélt að ég hefði gert allt rétt, ég opnaði líkamann og setti boltann þangað sem ég vildi en Navas varði vel.“

,,Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu, þetta sannar að við getum spilað á þessu stigi.“


desktop