Heimir Hallgríms: Bjór er ekki góður daginn eftir

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Ísland er að skrifa söguna sem þjálfari en gefur starfsliði sínu mikið hrós.

Eftir árangurinn á EM er afrekið enn stærra. „Ég hélt að það yrði erfiðast að byrja upp á nýtt. Bjór er oft ekki góður daginn eftir stuð,“ sagði Heimir.

„Þetta var rosaleg veisla fyrir okkar. Við lendum í mjög erfiðum riðli, með fjórum liðum sem voru á Evrópumótinu.“


desktop