Heimir Hallgrímsson: Björn Daníel á þetta til

,,Við vorum að reyna að vinna eftir okkur skipulagi og hvernig menn fúnkera í því. Það var smá ójafnvægi í því í lok fyrri hálfleiks en við vorum mjög ánægðir með heildina í leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands við 433.is í dag eftir 2-0 sigur á Kína.

Um er að ræða æfingamót en Ísland leikur við Króatíu eða Síle í úrslitum á sunnudag.

,,Við ákváðum í hálfleik að pressa þá ekki eins og í þeim fyrri. Við vorum æstir í læsa þá inni og menn eru á þessum árstíma bara ekki í standi ti þess. Við færðum okkur aftar og það breytti því að við náðum betri tökum á leiknum sóknar og varnarlega. Við fengum betri opnanir og það var erfiðara að spila í gegnum okur.“

,,Við vissum hvernig þeir myndu spila, þeir spila mjög beinskeytt og pressa hátt. Leikurinn var hraður og það er eðlilegt að þeir vilji spila annig. Þeir eru mjög fit og vel þjálfaðir. Við urðum að rá leikinn, það er eðlilegt að menn geti ekki hlaupið svona í heilar 90 mínútur. Það var bullandi rigning og völlurinn þungur.“

Gríðarleg stemmming var á vellinum en Kínverjar hafa mikinn áhuga á fótbolta.

,,Það var frábært að taka þátt í þessu og mikill heiður, gaman fyrir stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref að fara inn í svona leik með þessa umgjörð. Það er mikil athygli hérna og það er frábært að komast í úrslitaleikinn. Við fáum annan stóran leik sem er frábært.“

Heimir fór í reyndari leikmenn í byrjunarliðinu í dag enda lítill undirbúningur.

,,Það var ekkert annað í stöðunni, þetta voru tvær æfingar og nokkrir fundir sem við höfðum. Það væri ekki eðlilegt að menn væru búnir að ná öllu eftir það. Það sem var hinsvegar ánægjulegt að þeir nýliðar sem kem komu inn höfðu ekki bara rétt viðhorf og ferskar fætur heldur virtust þeir vera með taktína á hreinu. Við vorum ekki í neinum taktískum vanræðum þrátt fyrir margar skiptingar.“

Fyrra mark Íslands skoraði Kjartan Henry Finnbogason eftir geggjaðan snúnings Björns Daníels Sverrissonar.

,,Þetta var órúlega flott fyrsta snerting, hann á þetta til. Hann er góður skotmaður og við vildum fá hann inn í teig. Hann átti annað gott færi í fyrri hálfleik. Þessi góða fyrsta snerting skilaði þessu marki og þó Kjartan Henry hafi ekki þurft að gera mikið þá er þetta hans still að vera á fjærstönginni.“


desktop