Heimir lýsir ótrúlega góðu sambandi við fjölmiðla – Saga frá Tyrklandi

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo seinna markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir eftir laglegan undirbúning Gylfa.

Heimir Hallgrímsson sagði sögu á fréttamannafundi eftir leik sem lýsir íslenskri samstöðu.

,,Við erum líklega með besta samband sem nokkur landslið er með við fjölmiðla, það var leikmaður í Tyrklandi sem sagði of mikið. Það var augnablik af einhverju, hann sagði hvernig við ætluðum að vinna andstæðingin. Það var komið á miðilinn, við hringdum og báðum þá að taka þetta út. Það var gert, það væri ekki hægt að gera þetta á öðrum stað í heiminum. Þetta er ein heild, þetta er heild af Íslendingum. Þetta notum við til að vinna stærri þjóðir,“ sagði Heimir.


desktop