Heimir neitar að gefa upp hvað hann sagði við Tólfuna

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslans fór og talaði við Tólfuna eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld.

Heimir og Tólfan eiga í sérstöku sambandi og hefur þjálfarinn alltaf staðið með Tólfunni.

,,Við eigum sérsakt samband,“ sagði Heimir við fjölmiðla eftir leik.

Hann neitaði hins vegar að gefa upp hvað fór þeirra á milli.

,,Það er margt sem við segjum sem fjölmiðlar fá ekki að vita, ég bað alla að slökkva á símanum þegar ég talaði.“

,,Það sem var sagt er líklega ekki boðlegt fyrir fjölmiðla.“


desktop