Icelandair mun fljúga beint á leikstaði á HM

Framundan er stærsta mót sem íslenskt karlalandslið í knattspyrnu hefur tekið þátt í, HM í Rússlandi.

,,Okkur er það sannur heiður að fljúga með þessa framúrskarandi fulltrúa okkar Íslendinga til keppni við bestu knattspyrnuþjóðir heims,“ segir á vef Icelandair.

Icelandair flýgur beint á alla leikstaði Íslands á HM í Rússlandi í sumar Ákveðið hefur verið að fljúga að minnsta kosti eitt flug til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands í riðlakeppni HM 2018 í knattspyrnu fara fram.

Ljóst verður 1. desember um hvaða borgir verður að ræða og hverjir leikdagar Íslands verða, en þá verður dregið í riðlana. Flogið verður frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik.


desktop