Ísland mætir Brasilíu í sumar

Kvennalandsliðið mun mæta Brasilíu í vináttuleik þann 13. júní en þetta verður kveðjuleikur íslenska liðsins áður en haldið er á EM í Hollandi. Samningur milli KSÍ og brasilíska knattspyrnusambandsins um leikinn var undirritaður í gærkvöldi.

Brasilía er eitt af sterkustu landsliðum heims en meðal leikmanna er Marta sem leikur með Orlando Pride en hún var útnefnd leikmaður ársins af FIFA fimm ár í röð en jafnan verið meðal þeirra efstu í kjörinu.

Brasilía er í 9. sæti á heimslista FIFA en Ísland er í 18. sæti listans.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 13. júní og hvetjum við alla til að mæta á leikinn og kveðja stelpurnar okkar á viðeigandi hátt.

Miðasala á leikinn verður auglýst á næstu dögum.


desktop