Ísland leikur í nýjum búningum á HM í Rússlandi

Ísland er komið inn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn en liðið tryggði sig inn á mótið í gær.

Ísland vann 2-0 sigur á Kósóvó í gær sem tryggði þetta sögulega afrek.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundssons skoruðu mörk liðsins.

Íslenska liðið leikur í búningum frá Errea og hefur gert í mjög mörg ár. Nýir búningar verða teknir í notkun fyrir HM í Rússlandi.

„Við erum með það í ferli hvaða leiðir við ætlum að fara í nýja hönnun og nýtt útlit þannig að allir verði sáttir og ánægðir, hvernig sem það á að gerast,“ sagði Klarta Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ við Fótbolta.net.

Allur fatnaður landsliðsins verður nýr og verður áhugavert að sjá hvernig það mun koma út.

Íslenska treyjan varð söluvara um allan heim á EM í Frakklandi síðasta sumar.


desktop