Kjartan Henry: Meira ánægður með að sýna íslensku gildin

,,Það var bara æðislegt að vinna þennan leik og skemmtilegra að fara að spila til úrslita frekar en um þriðja sætið. Það var líka gaman að skora fyrsta markið sem var mikilvægt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslands við 433.is eftir góðan sigur Íslands á Kína í dag.

Ísland vann 2-0 sigur en Kjartan Henry skoraði fyrra markið á 64. mínútu, hans fyrsta mark fyrir Íslands.

Gríðarleg stemming var á vellinum en áhuginn á fótbolta eykst með hverjum deginum í Kína.

,,Ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en öll umgjörðin í kringum þetta mót er rosalega flott. Þeir eru að setja mikið af fjármunum í fótboltann og það er í þessu móti líka. Það var stemming á vellinum og gaman að spila. Gaman að koma við sögu bara og ekki verra að lauma inn fyrsta landsliðsmarkinu.“

Kjartan skoraði af fjærstöng eftir að Björn Daníel hafði sýnt frábær tilþrif og skotið að marki.

,,Það er hlutverk okkar framherja að þefa upp svona bolta, þetta var einfallt en telur. Það var gamana að fá svona margar mínútur og geta nýtt þér vel, þetta var ekki flóknasta markið. Ég er kannski meira ánægður með að halda boltanum fyrir liðið og vera með þessi gildi sem einkenna íslenska liðið. Vinnusemi og fara eftir skipulagi. Það gladdi mig mest.“

,,Völlurinn var mjög þungur, það var grenjandi rigning en við Íslendingar erum vanir því. Það var líka mikil mengun og maður fann að maður fékk ekki þetta sama hreina súrefni og á Norðurlöndum. Við spiluðum flottan leik og héldum hreinu.“

Úrslitaleikurinn við Síle eða Króatíu fer fram á sunnudag, gerir Kjartan kröfu um að byrja þar.“

,,Ég vonast til að byrja alal leiki, ég er samt ekkert að fara fram úr mér þó ég hafi spilað meira í dag en áður. Núna höfum við fimm daga í undirbúning fyrir næsta leik og ég reyni að sýna það á æfingum til að byrja. Ég ætla að fagna þessum sigri í kvöld og svo hugsa ég um þetta.“


desktop