Kjartan Henry og Aron skutu Íslandi í úrslitaleikinn

Kína 0 – 1 Ísland:
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (´64)

Ísland vann 0-2 sigur á Kína á æfingamóti sem fram fer þar í landi þessa dagana en auk Íslands og Kína eru Króatía og Síle á mótinu.

Ísland mun spila til úrslita í China Cup en það kemur í ljós á morgun hvort það verði Síle eða Króatía sem verða andstæðingur Íslands á sunnudag.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark leiksins í dag en það kom á 64 mínútu eftir geggjuð tilþrif frá Birni Daníel Sverisssyni.

Það var svo varamaðurinn Aron Sigurðarson sem bætti við þegar lítið var eftir.

Óttar Magnús Karlsson, Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Böðvar Böðvarsson léku sinn fyrsta landsleik en allir komu inn sem varamenn.


desktop