KSÍ ræður tvo starfsmenn í fullt starf

KSÍ hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, þá Jóhann Ólaf Sigurðsson í markaðsdeild og Víði Reynisson í landsliðsdeild.

Jóhann Ólafur, sem starfaði m.a. á EM karla 2016 sem sérstakur fréttaritari UEFA með íslenska liðinu, hefur verið í hlutastarfi hjá KSÍ um nokkurt skeið og mun hann starfa við markaðs- og fjölmiðlamál.

Víðir hefur starfað fyrir KSÍ um árabil í hlutastarfi sem öryggisstjóri Laugardalsvallar og sem öryggisstjóri landsliða.

Báðir eru þeir nú ráðnir í fullt starf fram yfir úrslitakeppni HM karlalandsliða 2018 í Rússlandi. Jóhann Ólafur hóf störf 1. desember síðastliðinn, en Víðir mun hefja störf að fullu í febrúar 2018.


desktop