Landsliðið á sterkt mót í Kína í janúar

KSÍ hefur þegið boð um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína í janúar nk. Auk Íslands og Kína munu landslið Chile og Króatíu taka þátt í mótinu sem fram fer á Guangxi leikvangnum í Nanning borg.

Mótið er skipulagt utan við alþjóðalega landsleikjadaga FIFA. Óhætt er að segja að um sterkt mót sé að ræða þar sem Chile er nú sem stendur í 6. sæti á styrkleikalista FIFA, Króatía í 16. sæti og Ísland í því 21.

Því geta leikmenn sem spila á Englandi, Þýskalandi og í vetrardeildunum í Evrópu ekki tekið þátt en þeir sem spila á Skandinavíu geta spilað.

Kínverjarnir eru sem stendur í 84. sæti á heimslistanum. A karlalandslið Íslands og Kína hafa aldrei mæst á knattspyrnuvellinum en tvisvar hefur Ísland leikið á móti Chile. Fyrri leikurinn var árið 1995 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli en síðari leikurinn, sem háður var árið 2001 endaði með 2-0 sigri Chile. Ísland og Króatía hafa alls leikið fimm landsleiki og hefur Króatía unnið fjóra þeirra en einn leikur endaði með jafntefli. Mótið verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi þannig að hvert lið leikur tvo leiki.

Fyrri undanúrslitaleikurinn verður þann 10. janúar og sá síðari daginn eftir. Sigurvegararnir úr hvorum leik munu svo leika til úrslita á mótinu þann 15. janúar en leikur um þriðja sætið fer fram þann 14. janúar. Ekki liggur enn fyrir hvaða liði Ísland mætir í undanúrslitaleik.


[dc_social_feed id="124"]
desktop