Landsliðið kemur saman í Parma í dag

Íslenska landslðið í knattspyrnu kemur saman í Parma á Ítalíu dag þar sem liðið hefur undirbúning fyrir komandi verkefni.

Liðið æfir í Parma fram á miðvikudag en þá heldur liðið til Albaníu þar sem leikur er framundan gegn Kosóvó í undankeppni HM.

Íslenska liðið þarf sigur í leiknum enda baráttan um efstu sætin hörð og því mikilvægt að klára liðin sem berjast á botni riðilsins.

Leikið er í Albaníu þar sem Kosóvó sem er nýtt lið innan FIFA og á ekki völl sem er löglegur í leik af þessari stærðargráðu.

Nokkra mikilvæga leikmenn vantar í hóp Íslands og þá eru Arnór Ingvi Traustason og Kári Árnason að glíma við smávægileg meiðsli.

Meira:
Smelltu hér til að sjá hóp Íslands í leiknum


desktop