Landsliðshópur kvenna – Selma Sól í fyrsta sinn í hópnum

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM.

Um er að ræða útileiki gegn Þýskalandi og Tékklandi en fyrri leikurinn er 20. október gegn Þýskalandi.

Aðeins einn nýliði er í hópnum en þar er Selma Sól Magnúsdóttir miðjumaður Breiðabliks.

Selma stóð sig vel í Pepsi deild kvenna í sumar og er verðlaunuð með sæti í hópnum.

Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Breiðabliks kemur aftur í hópinn en Freyr valdi bara tvo markverði í síðasta leik.

Hólmfríður Magnúsdóttir er ekki í hópnum líkt og Harpa Þorsteinsdóttir en báðar voru í EM hópnum í sumar.

Hópurinn er í heild hér að neðan.


desktop