Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Tampere:

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Finnlands en á morgun er leikur við heimamenn í undankeppni HM.

Áhugavert verður að sjá hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla upp byrjunarliði sínu á laugardaginn.

Heimir breytti um kerfi í síðasta leik gegn Króatíu og færði sig yfir í eins manns sóknarlínu. Við á 433.is teljum að Heimir muni halda sig við það.

Einnig er líklegt að Hörður Björgvin Magnússon haldi sæti sínu en þjálfarateymið talaði mikið um stærð og styrk leikmanna Finnlands og því er líklegra að Hörður verði fyrir valinu en Ari Freyr Skúlason.

Hér að neðan er líklegt byrjunarlið að mati 433.is.


desktop