Magnaður Toni Kroos – Ótrúleg tölfræði hans í kvöld

Real Madrid og Tottenham áttust við á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Raphael Varane skoraði sjálfsmark og kom Tottenham yfir áður en Cristiano Ronaldo jafnaði úr vítaspyrnu.

Toni Kroos var einn af mönnum leiksins en miðjumaðurinn frá Þýskalandi er einn sá besti í heimi.

Kroos var heldur betur í stuði í kvöld og 99 prósent af sendingum hans heppnuðust.

Kroos sendi boltan 88 sinnum í kvöld en aðeins sending hans misheppnaðist. Mögnuð tölfræði frá miðjumanni í erfiðum leik.


desktop