Matic: Mourinho sagði okkur að skjóta á marvörðinn unga

,,Við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu frá Marcus Rashford og fengum fleiri færi,“ sagði Nemanja Matic miðjumaður Manchester United eftir 1-0 sigur á Benfica í kvöld.

United er með 9 stig í Meistaradeildinni eftir þrjá leiki og í góðri stöðu en Mile Svilar ungur markvörður Benfica gerði hræðileg mistök í markinu.

,,Við spiluðum vel í seinni hálfleik og spiluðum vel til að vinna, þetta var erfitt en við gátum það.“

,,Stjórinn sagði okkur að skjóta og setja fyrirgjafir inn því markvörðurinn er ungur og að spila sinn fyrsta leik. Svona er fótboltinn en ég veit eð hann er frábær markvörður og ég óska honum góðs gengis.“

,,VIð stjórnuðum leiknum, smá erfiðleikar fyrsta hálftímann en síðan stjórnuðum við leiknum. Við notuðum reynslu okkar.“


desktop