Móðir Ronaldo gagnrýnir Payet harðlega

Portúgal tryggði sér í gærdag Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frökkum í úrslitaleik keppninnar.

Það var Eder sem skoraði sigurmark leiksins í framlengingu en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 0-0.

Í fyrri hálfleik þurfti Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid og einn besti leikmaður í heimi að yfirgefa völlinn eftir ljóta tæklingu frá Dimitri Payet.

Ronaldo reyndi að halda leik áfram en gat það ekki sökum meiðsla á hné og þurfti að lokum að yfirgefa völlinn en netheimar loguðu þegar að fólk áttaði sig á því að Ronaldo gat ekki haldið leik áfram.

Dolores, móðir Ronaldo var allt annað en sátt með tæklinguna og Payet og lét hann heyra það á Twitter.

„Ég get ekki horft upp á son minn í þessu ástandi. Leikurinn snýst um að sparka í boltann, ekki meiða andstæðinginn.“

Færsluna sem hún setti inn má sjá hér fyrir neðan.


desktop