Mourinho áhyggjufullur yfir meiðslum Zlatan og Rojo

Manchester United tók á móti Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Marcos Rojo, varnarmaður United þurfti að yfirgefa völlinn á 23 mínútu vegna meiðsla og sömu sögu er að segja um Zlatan Ibrahimovic, framherja liðsins sem meiddist á hné undir lok leiksins.

Jose Mourinho, stjóri liðsins vildi ekki gefa það út hversu alvarleg meiðslin væru en telur þó að þau séu í alvarlegri kantinum.

„Þetta eru ekki minniháttar meiðsli en ég vil fyrst fá út úr fyrstu rannsóknum, áður en ég tjá mig.“

„Ég get ekki tjáð mig um þetta núna því ég er ekki læknir en fyrstu fréttir benda til þess að þetta eru bæði alvarleg meiðsli.“


desktop