Mourinho: Við setjum allt í botn þegar að við eigum ekki möguleika í úrvalsdeildinni

Manchester United tók á móti Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það var Henrik Mkhitaryan sem kom United yfir á 10 mínútu með frábæru skoti áður en Sofiane Hanni jafnaði metin fyrir Anderlecht á 32 mínútu.

Lokatölur því 1-1 og þá var gripið til framlengingar þar sem að Marcus Rashford skoraði í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar og United því áfram í undanúrslitin, samanlegt 2-1.

Jose Mourinho, stjóri United var að vonum sáttur í leikslok með sína menn.

„Við áttum 17 skot í þessum leik og 10 þeirra fóru á markið en þetta var samt erfiður leikur. Ef þú skoðar tölfræðina þá lítur þetta út eins og við höfum haft mikla yfirburði en það var ekki þannig.“

„Við bættum við manni á miðjuna hjá okkur og þá náðum við betri stjórn á leiknum. Þetta var alltaf áhættusamt í stöðunni 1-1 því við þurftum að skora en máttum alls ekki fá á okkur mark.“

„Þegar að það er tölfræðilega ómögulegt fyrir okkur að komast í Meistaradeildina í gegnum úrvalsdeildina þá setjum við allt púður í Evrópudeildina.“

„Þetta er mikilvæg keppni og við munum halda áfram, allt til enda. Það er enginn leikur auðveldur í þesari keppni.“


desktop