Mynd: Zlatan meiddist og gæti verið frá í langan tíma

Manchester United og Anderlecht eigast nú við í Evrópudeildinni og er staðan 2-1 þegar um tíu mínútur eru eftir af framlengdum leik.

Það var Henrik Mkhitaryan sem kom United yfir í leiknum en Sofiane Hanni jafnaði metin fyrir Anderlecht og því var gripið til framlengingar.

Marcus Rashford var svo að koma United yfir í upphafu síðari hálfleiks framlengingarinnar en undir lok venjulegs leiktíma þurfti Zlatan Ibrahimovic að fara af velli.

Hann lenti mjög illa eftir að hafa hoppað upp í skallaeinvígi og lá sárþjáður á vellinum.

Svo virðist sem um hnémeiðsli sé að ræða en hvort leikmaðurinn verði frá í einhvern tíma á eftir að koma betur í ljós.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop