Myndasyrpa: Stelpurnar í fullu fjöri í Þýskalandi

A landslið kvenna dvelur nú í Wiesbaden í Þýskalandi þar sem undirbúningur fer fram fyrir leikina tvo sem framundan eru í undankeppni HM. Leikið verður gegn Þýskalandi í Wiesbaden á föstudag og gegn Tékklandi í Nojmo þriðjudaginn 24. október.

Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 3 stig eftir einn leik en Þýskaland, sem hefur spilað tvo leiki er í efsta sætinu með 6 stig.

Lokakeppni HM fer fram í Frakklandi sumarið 2019 en undankeppninni líkur í september 2018.

Myndasyrpa af æfingunni er hér að neðan en þær voru birtar á Facebook síðu KSÍ.


desktop