Myndband: Aron Sig skoraði gegn Kína – Tveir leikir og tvö mörk

Ísland vann 0-2 sigur á Kína á æfingamóti sem fram fer þar í landi þessa dagana en auk Íslands og Kína eru Króatía og Síle á mótinu.

Ísland mun spila til úrslita í China Cup en það kemur í ljós á morgun hvort það verði Síle eða Króatía sem verða andstæðingur Íslands á sunnudag.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark leiksins í dag en það kom á 64 mínútu eftir geggjuð tilþrif frá Birni Daníel Sverisssyni.

Meira:
Myndband: Geggjaður snúningur Björns í marki Kjartans

Það var svo varamaðurinn Aron Sigurðarson sem bætti við þegar lítið var eftir.

Þetta var annar landsleikur Arons og hefur hann skorað í báðum.

Markið hans er hér að neðan.


desktop