Myndband: Dagný með magnaða sendingu á Fanndísi sem skoraði

Nú er í gangi leikur Íslands og Sviss á EM í Hollandi en staðan er 2-1 fyrir Sviss þessa stundina.

Ísland komst yfir í leiknum í dag er Fanndís Friðriksdóttir skoraði fallegt mark fyrir stelpurnar okkar.

Dagný Brynjarsdóttir átti geggjaða sendingu á Fanndísi sem tók við boltanum og fór framhjá varnarmanni Sviss og skoraði.

Sending Dagnýar var stórkostleg og gerði Fanndís auðvitað frábærlega með því að skora.

Sjón er sögu ríkari en markið má sjá hér fyrir neðan.


desktop