Myndband: Ein af hetjum Íslands labbaði heim eftir sigurinn á Króatíu

Hannes Þór Halldórson markvörður Íslands var í stuði eftir magnaðan 1-0 sigur á Króatíu í gær.

Hannes hélt hreinu gegn einu öflugasta liði í heimi og gat því leyft sér að brosa eftir leik.

Markvörðurinn var þó lítið að stressa sig á hlutunum eftir leik en hann labbaði frá Laugardalsvelli.

Meira:
Bestu leikmenn Íslands – Gylfi, Jóhann, Kári og Aron raða sér í efstu sætin

Hannes gekk líklega í átt að Hilton hótelinu þar sem landsliðið dvelur á meðan það er hér á landi.

Markvörðurinn knái birti myndband af þessu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér að neðan.

🇮🇸

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on


desktop