Myndband: Gríðarlegur mannfjöldi tók á móti Ronaldo og félögum

Portúgal tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn eftir að hafa lagt heimamenn í Frökkum í úrslitaleik keppninnar.

Það var Eder, framherji Portúgals sem skoraði eina mark leiksins í framlengingu en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 0-0.

Frakkar þóttu sigurstranglegri fyrir leikinn og ekki bætti það úr skák að Cristiano Ronaldo, fyrirliði liðsins og einn af bestu knattspyrnumönnum heims þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné.

Þeir komu hins vegar öllum á óvart og unnu leikinn en þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill landsins.

Það var tekið vel á móti þeim í heimalandinu í dag og var mikið af fólki samankomið á götum úti til þess að fagna sigrinum með þeim.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop