Myndband: Maðurinn í táknmálsfréttum slær í gegn með víkingaklappi

Það er gríðarleg spenna fyrir landsleik Tyrklands og Íslands í undankeppni HM í fótbolta.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ákveðið að fara aftur í 4-4-2 kerfið.

Aron Einar Gunnarsson er heil heilsu og byrjar leikinn gegn Tyrklandi sem hefst klukkan 18:45.

Alfreð Finnbogason kemur inn í sóknarlínuna en hann var á bekknum í síðasta leik gegn Úkraínu.

Í táknmálsfréttum á RÚV var komið inn á landsleikinn og maðurinn sem fór með þær setti upp trefil og hatt og tók víkingaklappið.

Myndband af þessu er hér að neðan.


desktop