Myndband: Rashford að skjóta United áfram í undanúrslitin

Manchester United og Anderlecht eigast nú við í Evrópudeildinni og er staðan 2-1 fyrir heimamenn þegar um tíu mínútur eru eftir af framlengingu.

Það var Henrik Mkhitaryan sem kom United yfir á 10 mínútu með frábæru skoti áður en Sofiane Hanni jafnaði metin fyrir Anderlecht á 32 mínútu.

Lokatölur því 1-1 og þá var gripið til framlengingar þar sem að Marcus Rashford skoraði í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar og United því á leiðinni í undanúrslitin þegar þetta er skrifað.

Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop