Myndband: Sjáðu geggjað víkingaklapp eftir að Ísland komst á HM

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo seinna markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir eftir laglegan undirbúning Gylfa.

Hið fræga víkingaklapp var tekið eftir leik. Það er hér að neðan.


desktop