Myndband: Tíu fallegustu mörk tímabilsins í Meistaradeildinni – Mark Ronaldo gegn Liverpool flottast

UEFA birti í kvöld afar skemmtilegt myndband þar sem tíu flottustu mörk tímabilsins í Meistaradeildinni eru skoðuð.

Eins og margir vita þá varð Barcelona meistari á dögunum en liðið hafði betur gegn Juventus í úrslitaleiknum sjálfum.

Keppnin sjálf var að venju mjög spennandi og voru mörg frábær mörk skoruð og má sjá nokkur af þeim í þessu myndbandi.

Cristiano Ronaldo skoraði fallegasta markið á þessu ári samkvæmt UEFA en það mark kom gegn Liverpool.

Því miður getum við ekki birt myndbandið hér en það má smá með því að smella hér.


desktop