Myndir: Biluð stemming í rútunni hjá strákunum – Í sérstökum HM bolum

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Liðið fagnar nú með stuðningsmönnum sínum á Ingólfstorgi eftir þennan magnaða árangur.

Liðið fékk lögreglufylgd þangað og var Simply the Best spilað í rútunni.

Þá var hannaður sérstakur bolur fyrir strákana til að fagna afrekinu.

Myndir af þessu er hér að neðan.

M


desktop