Myndir: Franska landsliðið hitti forseta Frakklands í dag

Frakkar þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin á EM í Frakklandi eftir tap gegn Portúgal í úrslitum mótsins í gær.

Það var Eder, framherji Portúgals sem skoraði sigurmark leiksins í framleningu en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 0-0.

Gengi Frakklands hefur verið gott á mótinu en flestir spáðu Frökkum sigri áður en keppnin hófst.

Þeir þóttu einnig líklegri til að vinna úrslitaleikinn, sér í lagi eftir að Cristiano Ronaldo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik en Portúgal kom öllum á óvart og vann.

Frakkar voru afar svekktir með tapið en landsliðið fór í heiðursheimsókn til Francois Hollande, forseta Frakklands í dag.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop