Myndir: Skilaboð í sætunum fyrir stelpurnar um borð hjá Icelandair

Kvennalandsliðið er þessa stundina á leið til Hollands en á þriðjudag hefur liðið leik á EM.

Liðið fékk frábæra kveðjustund í Leifstöð í dag þar sem fjöldi fólks var mættur.

Öllu var tjaldað til og fengu stelpurnar rauðan dregil út í vél.

Í hverju flugsæti og á koddanum voru skilaboð fyrir stelpurnar sem hvetur þær áfram fyrir mótið.

Skilaboðin voru mismunandi og tengdust þeim persónulega. Nokkur skilaboðin má sjá hér að neðan.


desktop