„Pele, Maradona og Aron Einar Gunnarsson“

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands átti erfitt með sig eftir að Ísland tryggði sig á HM.

Heimir fór í viðtal við RÚV beint eftir leik þar sem hann var í miklu stuði.

Ísland er minnsta þjóð sögunnar sem kemst á HM.

„Þetta er bara skrýtið, ég eiginlega veit það ekki, hugurinn er út um allt. Þetta er geggjað. Ég meina, Pele, Maradona og Aron Einar Gunnarsson,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Eddu Sif Pálsdóttur eftir leik.

„Þetta er búið að vera í vinnslu í rauninni allt frá því við töpuðum fyrir Króatíu þá ætluðum við okkur á HM. Þetta er ólýsanlegt tilfinning í rauninni,“ sagði Aron Einar við RÚV:


desktop