Plús og mínus – Meiri hausverkur fyrir Heimi

Ísland gerði 1-1 jafntelfi við gestina í Katar í æfingaleik sem fram fór í kvöld.

Þar með er æfingaferð Íslands á enda en liðið hefur verið síðustu daga í Katar.

Íslenska liðið spilaði með ágætum í dag en varnarleikur liðsins var öflugur.

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark liðsins í fyrri hálfleik en gestirnir jöfnuðu í síðari hálfeik.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Það ætti að gefa Viðari Erni mikið sjálfstraust að skora í bláu treyjunni, hefur ekki gert það oft og svona mark hjálpar honum.

Jón Guðni Fjóluson stimplar sig vel inn í vörnina og eykur breiddina sem er mikil í hjarta varnarinnar.

Það verður meiri og meiri hausverkur fyrir Heimi Hallgrímsson að velja framherja í hópinn á HM, Viðar Örn og Kjartan Henry báðir með flotta ferð.

Það eru gleðitíðindi að sjá Aron Einar Gunnarsson á vellinum, meiðslin að baki og bjartir tímar á næsti leyti. Hann lék tíu mínútur í kvöld

Rúrik Gíslason sem hefur átt misjafna landsleiki kom sterkur inn í dag. Kraftur í honum.

Mínus:

Það er hægt að gagnrýna það hversu fá færi íslenska liðið skapaði sér, sóknarleikurinn ekki mikill.

Það var dapurt að sjá hversu illa íslenska liðið varðist í markinu sem gestirnir skoruðu.


desktop