Plús og mínus – Milos þarf að vera með skotæfingu

Breiðablik og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í Pepsi deild karla í kvöld.

Grindavík er eftir leikinn með 18 stig í öðru sæti Pepsi deildarinnar en Blika hafa aðeins 11 stig í áttunda sæti.

Blikar voru talsvert öflugri í kvöld en nýttu sér þa ekki. Gestirnir fengu svo hættuleg færri í síðari hálfleik en gátu ekki stolið sigrinum.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Varnarleikur Grindvíkinga var til fyrirmyndar í kvöld en liðið varðist mjög aftarlega en gerði það vel.

Gísli Eyjólfsson var frábær í liði Breiðabliks í kvöld, var alltaf að ógna og vantaði aðeins herslumuninn á að hann skildi skora.

Kristijan Jajalo markvörður Grindvíkinga er einn sá besti í deildinni, góður að grípa inn í leikinn og ver mjög vel.

Mínus:

Blikum vantar fleiri en Gísla Eyjólfsson og Davíð Kristján Ólafsson til að brjóta upp varnir andstæðinga sinna.

Gegn liði sem er betri að klára sóknir sínar hefðu Grindvíkinga getað tapað stórt í kvöld, héldu boltanum ekki vel.

Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks þarf að vera með skotæfingar næstu daga á æfingum til að Blikar klári færin sín betur.


desktop