Quaresma: Ronaldo ekki hrokafullur

Ricardo Quaresma, leikmaður portúgalska landsliðsins, hefur komið samherja sínum, Cristiano Ronaldo til varnar.

Quaresma segir að Ronaldo sé ekki hrokafullur eins og margir vilja meina og er hann þá frábær fyrirliði.

,,Ronaldo er manneskja sem finnst gaman að spila. Hann er ekki eins hrokafullur og margir segja,“ sagði Quaresma.

,,Hann er frábær fyrirliði. Hann er manneskja sem er alltaf tilbúinn að hjálpa liðsfélögum sínum.“

,,Ég hef dáðst að honum síðan við vorum hjá Sporting því hann sýndi styrkleika sína þegar hann var aðeins krakki.“


desktop