Sáttur Salah – Verðum að bæta okkur í deildinni

Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Liverpool gekk frá Maribor í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Liverpool vann 0-7 sigur en Salah hefur reynst frábær frá því að hann kom frá Roma í sumar.

,,Þetta var frábær leikur og við geðrum vel, þetta voru mikilvæg úrslit og við verðum að horfa fram veginn,“ sagði Salah.

,,Liðið gerði vel og við náðum í frábær úrslit sem er mikilvægast, ég er mjög glaður. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að bæta úrslitin í ensku úrvalsdeildinni.“

,,Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum, allir eru með sjálfstraust. Góð úrslit voru alltaf á leiðinni.“


desktop