Sérsveitarmenn fylgdu stuðningsmönnum Úkraínu í Leifsstöð

Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra og lið frá lögreglu tóku þátt í aðgerð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Víkurfréttir greina frá.

Ástæðan er sú að stuðningsmenn Úkraínu voru að koma á völlinn en um er að ræða þekktar fótboltabullur.

Ísland vann Úkraínu 2-0 á Laugardalsvelli í gær í undankeppni HM og var mikill viðbúnaður á vellinum.

Tugur sérsveitarmanna vöktuðu stuðningsmenn Úkraínu og fylgdu þeim svo í gegnum Leifstöð.

Ekki var í boði að taka neina áhættu og var því allt tiltækt lögreglulið kallað út.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan


desktop