Slakasti árangur kvennalandsliðsins á stórmóti

Árangur kvennalandsliðsins á stórmóti hefur aldrei verið slakari en í ár. Íslenska liðið hefur lokið keppni á EM í Hollandi.

Liðið tapaði öllum þremur leikjunum sínum og skoraði aðeina eitt mark. Íslenska liðið hefur á þremur stórmótum skorað fjögur mörk.

Varnarleikur liðsins hefur aldrei verið slakari en í ár en liðið fékk á sig sex mörk.

Eina skot Íslands á mark andstæðinga sinna endaði með marki en það var Fanndís Friðriksdóttir sem hitti á rammann í leik gegn Sviss sem skilaði marki.

Tölurnar segja að íslenska kvennalandsliðið sé ekki jafn öflugt og á síðasta stórmóti þar sem liðið vann einn leik.

Árangurinn eru mikil vonbrigði en stefna liðsins var að fara upp úr riðlinum og þá var talað um að stutt væri í úrslitaleikinn.

Tölur:
2009 – Liðið skorar 1 mark og fær á sig 5
2013 – Liðið skorar 2 mörk og fær á sig 4
2017 – Liðið skorar 1 mark og fær á sig 6


desktop