Sonur Heimis: Hvað segja efasemdarmenn núna?

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins hefur náð mögnuðum árangri með liðið.

Hann og Lars Lagerback stýrðu liðinu inn á EM og nú fer Heimir einn með liðið á HM.

Hallgrímur Heimisson spyr hvar efasemdarmenn hans séu núna, margir efuðust að Heimir gæti gert þetta einn.

,,Hvað segja efasemdarmenn núna?? Pabbi fyrstur á EM og fyrstur á fokking HM,“ sagði Hallgrímur.


desktop