Staðfest að HM stækki í 48 lið

FIFA hefur staðfest að HM muni árið 2026 verða með 48 liðum en fundað var um málið.

Stjórn FIFA fundaði í dag og var þetta samþkkt þar.

16 riðlar verða á HM 2026 með þremur liðum en nánari útskýringar koma um málð síðar í dag.

Gianni Infantino forseti FIFA hafði sett þetta upp sem eitt af baráttumálum sínum þegar hann tók við embættinu.

Ljóst er að þetta mun gefa minni liðum mögueika á að komast á HM auk þess sem FIFA mun fá hærri tekjur inn.

EM í knattspyrnu var stækkkað síðast sumar en þar átti Ísland frábæru gengi að fagna.


desktop