Svona fékk Óskar Hrafn út laun atvinnumanna

Óskar Hrafn Þorvaldsson blaðamaður og knattspyrnuþjálfari tók saman áhugaverðan lista á dögunum yfir tekjuhæstu atvinnumenn Íslands.

Þar kom margt áhugavert í ljós en sumir leikmenn voru ekki alveg sammála útreikningum Óskars.

Óskar var í áhugaverðu viðtali við Hjört Hjartarson á X977 í gær þar sem hann útskýrði hvernig hann fann út laun leikmanna.

Meira:
Tíu launahæstu íslensku atvinnumennirnir

Óskar segir tölurnar ekki vera 100 prósent réttar en þær séu nærri lagi.

,,Ég bara hringdi og hringdi og hringdi og leitaði,“ sagði Óskar í Akraborginni í gær.

,,Ég er búinn að vera blaðamaður í 16 ár, ég er sæmilega rútíneraður í heimildarvinnu. Ég ætla ekki djúpt í það við hverja ég talaði, þeir njóta trúnaðar.“

,,Þetta var ekki eitthvað sem mér datt í hug degi áður en ég skrifaði þetta, það liggur töluverð vinna á bakvið þetta. Kveikjan var listi Viðskiptablaðsins í fyrra sem manni fannst vera skrýtin.“

Viðtalið við Óskar er í heild hér að neðan.


desktop