Svona gæti 48 liða HM verið – Ísland í erfiðum riðli

FIFA staðfesti ákvörðun sína í gær að HM yrði 48 liða mót en þannig verður mótið í fyrsta sinn árið 2026.

Ljóst er að liðunum verður skipt í 16 riðla með þremur liðum.

Þetta gefur minni þjóðum aukinn möguleika á að komast inn á stærsta íþróttaviðburð í heimi.

Huw Davies hjá FourFourTwo blaðinu setti saman hvernig mótið gæti liðið út miðað við styrkleikalista FIFA í dag.

Íslendingar myndu enda í afar erfiðum riðli með Úrúgvæ og Fílabeinsströndinni.

Samantektina má sjá hér að neðan.


desktop