,,Það voru helst dómararnir sem voru hræddir við þrumurnar“

,,Það var jákvætt að ná að klára leikinn út af veðrinu,“ sagði Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari Íslands við 433.is eftir 6-0 sigur á Indónesíu í dag.

Ísland vann öruggan 6-0 sigur á Indónesíu í æfingarleik sem var að ljúka. Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsso, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermansson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu mörk Íslands. Allir voru að skora sitt fyrsta mark.

,,Fyrsta hálftímann voru aðstæður góðar og við hefðum getað nýtt þann tíma betur. Um leið og rigningin byrjaði þá fórum við að gera þetta einfallt. Við bjuggumst við sterkari andstæðing, þetta voru góðir einstaklingar og með góða tækni. Um leið og það byrjaði að rigna þá gátu þeir ekkert sýnt. Það sem stendur upp úr er að æfingarnar hér hafa verið góðar, menn eru að standa sig vel. Menn taka vel í öll þau skilaboð sem við höfum getað komið til þeirra.“

Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður en í síðari hálfleik rigndi eldi og brennisteini.

Ísland leiddi 2-0 þegar hlé var gert á leiknum í síðari hálfleik vegna þess að þrumur heyrðust í nágrenninu

,,Það voru helst dómararnir sem voru hræddir, það voru ekki allir á því að halda áfram. Þetta datt aðeins niður hjá Indónesíu eftir það. Við höfum fengið góðar æfingar, takmarkið er að kynnast þessum leikmönnum betur.“


desktop