Þetta eru liðin sem verða í pottinum þegar dregið verður í úrslit Evrópudeildarinnar

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar lauk formlega í kvöld og er nú ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit keppninnar.

Arsenal er eina enska liðið sem verður í pottinum en Everton tókst ekki að komast uppúr sínum riðli.

Þá koma átta lið úr Meistaradeildinni inn í keppnina en öll liðin höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli.

Það er nokkuð ljóst að baráttan um Evrópudeildina verður hörð í ár en mörg frábær lið verða í pottinum þegar dregið verður á mánudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið verða í pottinum á mánudaginn en stjörnumerktu liðin eru þau sem koma úr Meistaradeildinni.

Pottur 1:
AC Milan
Arsenal
Atalanta
Athletic Bilbao
Atletico Madrid*
Braga
CSKA*
Dynamo Kyiv
Lazio
Leipzig*
Lokomotiv Moskva
Plzeň
Salzburg
Sporting CP*
Villarreal
Zenit

Pottur 2:
AEK Athens
Astana
Celtic*
Crvena zvezda
Dortmund*
FCSB
København
Ludogorets
Lyon
Marseille
Napoli*
Nice
Östersund
Partizan
Real Sociedad
Spartak Moskva*


desktop