Þjóðin knattspyrnuóð – Stærsti dagur í sögu 433.is í gær

Íslenska þjóðin er knattspyrnuóð eftir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sig inn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi á mánudag.

Þjóðin elskar strákana okkar og afrek þeirra en liðið hefur átt ótrúleg ár.

Íslensk knattspyrnuáhugafólk vildi fá að vita allt um strákana okkar í gær en þá var stærsti einstaki dagur i sögu 433.is.

Vefurinn var opnaður í mars árið 2012 en stærsti dagur 433.is var í gær þegar 55.868 notendur gerðu sér ferð á síðuna.

Þjóðin hafði mestan áhuga á því hvað erlenda pressan hafði að segja um strákana en hér má lesa vinsælustu frétt gærdagsins.

Stærsti einstaki dagurinn fram að þessu var 23. júní árið 2016 sem var dagurinn eftir sigur Íslands á Austurríki á EM en þá var ljóst að Ísland myndi mæta Englendingum.

Við þökkum lesendum okkar fyrir lesturinn og lofum alvöru umfjöllun í Rússlandi.


desktop